Fréttasafn
Fréttir frá fjölmenningu í Árborg
Ný myndbönd frá Ráðgjafar- og greiningarstöð
Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur birt þrjú myndbönd á íslensku, ensku og pólsku um greiningarferlið þegar grunur um frávik vaknar, snemmtæka íhlutun og réttindi og úrræði fyrir fötluð börn á Íslandi: 1. Ferlið frá því grunar vaknar um frávik í þroska 2. Snemmtæka íhlutun í vinnu með börnum 3. Réttindi og […]
Menningarmánuðurinn október 2022
Menningarmánuðurinn október er haldinn hátíðlegur Sveitarfélaginu Árborg ár hvert. Fjölbreyttir viðburðir fyrir alla aldurshópa. Tónleikar, sýningar, sögukvöld, menningargöngur, listasmiðjur og margt fleira. Meðal viðburða eru listasmiðjur fyrir börn og unglinga, „Home is where the heart is“, Hugarflug með Leikfélagi Selfoss og margt fleira: https://www.arborg.is/vidburdalisti/ Þessi viðburður er á ensku og […]
Hagnýtt íslenskunámskeið fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri
Fjölskyldusvið Árborgar vinnur nú að undirbúningi íslenskunámskeiðs fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri. Markmið verkefnisins er að bjóða foreldrum grunnskólanema með fjölmenningarlegan bakgrunn í Sveitarfélaginu Árborg á ókeypis íslenskunámskeið þar sem þeir munu kynnast helstu hugtökum og efla orðaforða sem tengist skólastarfi. Námskeiðið mun fara fram í Vallaskóla á Selfossi. […]
Námskeið fyrir börn á aldrinu 7-12 ára á Selfossi
Hugarfrelsi býður upp á tvö námskeið fyrir börn á aldrinu 7-12 sem vilja efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrkleika og jákvæða hugsun. Námskeiðin eru 10 vikur og hægt er að nota frístundastyrk: https://fjolmenning.arborg.is/ibuar/fristundar-og-menningardeild/. Nánari upplýsingar um námskeið ætlað börnum í 2. – 4. bekk grunnskóla: https://hugarfrelsi.is/namskeidin/katir-krakkar-7-9-ara/ Nánari upplýsingar um námskeið ætlað börnum í […]
Heima er þar sem hjartað slær, 17. – 22. október
Bókasafn Árborgar leitar að þátttakendum á Suðurlandi. Boðið verður upp á vinnustofu Heima er þar sem hjartað slær leidda af listakonunum Önnu Maríu Cornette (IS) og Gillian Pokalo (USA), fyrir reynda og óreynda í listsköpun, þar sem unnið verður með tilfinninguna heima. Vinnustofan, 17.-22. október 2022, er þátttakendum að kostnaðarlausu. Henni […]
Leiðsögn á arabísku á Listasafni Árnesinga – ATH: Frestað!
Listasafn Árnesinga býður upp á leiðsögn á arabísku. Þekkir þú einhvern sem hefði gaman að þessum viðburði? Þann 27. ágúst frá 15 – 17 mun Yara Zein ganga um sýningu safnsins og segja bæði frá sýningunni og sögu safnsins á arabísku. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.
Sumarleikur fjölskyldunnar í Árborg 2022
Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Heilsueflandi samfélag hefur sett á laggirnar útgáfu af ratleik þar sem gengið er á ákveðin stað og kvittað í gestabók sem um leið gefur möguleika á verðlaunum. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar í fallegu náttúrunni, skapa samverutíma saman og eignast skemmtilegar minningar. […]
Sumarfrístundir
Við minnum á að á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar eru allar helstu upplýsingar um skipulagðar sumarfrístundir í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið fyrir alla aldurshópa. Nánari upplýsingar á http://fristundir.arborg.is/
Vinnuskóli Árborgar 2022
Megin hlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Öllum nemendum 7., 8., 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu. Unglingar geta einnig sótt um þátttöku í Skapandi sumarstörfum. Í vinnuskóla […]
Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi, 14. maí 2022
Næstu sveitarstjórnarkosningar eru á laugardaginn 14. maí 2022. Kosningaréttur erlendra ríkisborgara sem búsettir eru á Íslandi hefur verið aukinn verulega. Norrænir ríkisborgarar öðlast kosningarétt við skráningu til búsetu í sveitarfélagi. Aðrir erlendir ríkisborgarar öðlast kosningarétt eftir þriggja ára samfellda búsetu hér á landi að uppfylltum öðrum skilyrðum fyrir kosningarétti. Við […]