Fréttasafn
Fréttir frá fjölmenningu í Árborg
Hagnýtt íslenskunámskeið fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri
Fjölskyldusvið Árborgar vinnur nú að undirbúningi íslenskunámskeiðs fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri. Markmið verkefnisins er að bjóða foreldrum grunnskólanema með fjölmenningarlegan bakgrunn í Sveitarfélaginu Árborg á ókeypis íslenskunámskeið þar sem þeir munu kynnast helstu hugtökum og efla orðaforða sem tengist skólastarfi. Námskeiðið mun fara fram í Vallaskóla á Selfossi. …
Námskeið fyrir börn á aldrinu 7-12 ára á Selfossi
Hugarfrelsi býður upp á tvö námskeið fyrir börn á aldrinu 7-12 sem vilja efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrkleika og jákvæða hugsun. Námskeiðin eru 10 vikur og hægt er að nota frístundastyrk: https://fjolmenning.arborg.is/ibuar/fristundar-og-menningardeild/. Nánari upplýsingar um námskeið ætlað börnum í 2. – 4. bekk grunnskóla: https://hugarfrelsi.is/namskeidin/katir-krakkar-7-9-ara/ Nánari upplýsingar um námskeið ætlað börnum í …
Námskeið fyrir börn á aldrinu 7-12 ára á Selfossi Read More »
Heima er þar sem hjartað slær, 17. – 22. október
Bókasafn Árborgar leitar að þátttakendum á Suðurlandi. Boðið verður upp á vinnustofu Heima er þar sem hjartað slær leidda af listakonunum Önnu Maríu Cornette (IS) og Gillian Pokalo (USA), fyrir reynda og óreynda í listsköpun, þar sem unnið verður með tilfinninguna heima. Vinnustofan, 17.-22. október 2022, er þátttakendum að kostnaðarlausu. Henni …
Heima er þar sem hjartað slær, 17. – 22. október Read More »
Leiðsögn á arabísku á Listasafni Árnesinga – ATH: Frestað!
Listasafn Árnesinga býður upp á leiðsögn á arabísku. Þekkir þú einhvern sem hefði gaman að þessum viðburði? Þann 27. ágúst frá 15 – 17 mun Yara Zein ganga um sýningu safnsins og segja bæði frá sýningunni og sögu safnsins á arabísku. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.
Sumarleikur fjölskyldunnar í Árborg 2022
Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Heilsueflandi samfélag hefur sett á laggirnar útgáfu af ratleik þar sem gengið er á ákveðin stað og kvittað í gestabók sem um leið gefur möguleika á verðlaunum. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar í fallegu náttúrunni, skapa samverutíma saman og eignast skemmtilegar minningar. …
Sumarfrístundir
Við minnum á að á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar eru allar helstu upplýsingar um skipulagðar sumarfrístundir í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið fyrir alla aldurshópa. Nánari upplýsingar á http://fristundir.arborg.is/
Vinnuskóli Árborgar 2022
Megin hlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Öllum nemendum 7., 8., 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu. Unglingar geta einnig sótt um þátttöku í Skapandi sumarstörfum. Í vinnuskóla …
Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi, 14. maí 2022
Næstu sveitarstjórnarkosningar eru á laugardaginn 14. maí 2022. Kosningaréttur erlendra ríkisborgara sem búsettir eru á Íslandi hefur verið aukinn verulega. Norrænir ríkisborgarar öðlast kosningarétt við skráningu til búsetu í sveitarfélagi. Aðrir erlendir ríkisborgarar öðlast kosningarétt eftir þriggja ára samfellda búsetu hér á landi að uppfylltum öðrum skilyrðum fyrir kosningarétti. Við …
Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi, 14. maí 2022 Read More »
Styðjum Úkraínu
Á vefsíðu island.is má finna fjölbreyttar leiðir til til að hjálpa fólki á flótta vegna stríðsástandsins í Úkraínu, meðal annars bjóða fram húsnæði eða fjárhagsaðstoð. Nánari upplýsingar á: https://island.is/v/stydjum-ukrainu
Viltu vinna hjá Sveitarfélaginu Árborg?
Ef svo er hvetjum við þig til að skoða ráðningarvef sveitarfélagsins og senda umsókn: https://starf.arborg.is/storf/Default.aspx Hjá Sveitarfélaginu Árborg vinnur breiður hópur fólks í sameiningu að því að veita íbúum og öðrum þjónustuþegum sem besta þjónustu. Starfsfólk sveitarfélagsins er um 850 á rúmlega 30 vinnustöðum sem gerir sveitarfélagið að stærsta atvinnurekanda …