Fréttasafn

Fréttir frá fjölmenningu í Árborg

Leiðsögn á arabísku á Listasafni Árnesinga – ATH: Frestað!

6. júlí 2022

Listasafn Árnesinga býður upp á leiðsögn á arabísku. Þekkir þú einhvern sem hefði gaman að þessum viðburði? Þann 27. ágúst frá 15 – 17 mun Yara Zein ganga um sýningu safnsins og segja bæði frá sýningunni og sögu safnsins á arabísku. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

Sumarleikur fjölskyldunnar í Árborg 2022

13. júní 2022

Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Heilsueflandi samfélag hefur sett á laggirnar útgáfu af ratleik þar sem gengið er á ákveðin stað og kvittað í gestabók sem um leið gefur möguleika á verðlaunum. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar í fallegu náttúrunni, skapa samverutíma saman og eignast skemmtilegar minningar. …

Sumarleikur fjölskyldunnar í Árborg 2022 Read More »

Sumarfrístundir

16. maí 2022

Við minnum á að á frístundavef Sveitarfélagsins Árborgar eru allar helstu upplýsingar um skipulagðar sumarfrístundir í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið fyrir alla aldurshópa. Nánari upplýsingar á http://fristundir.arborg.is/

Vinnuskóli Árborgar 2022

29. apríl 2022

Megin hlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Öllum nemendum 7., 8., 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu. Unglingar geta einnig sótt um þátttöku í Skapandi sumarstörfum. Í vinnuskóla …

Vinnuskóli Árborgar 2022 Read More »

Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi, 14. maí 2022

13. apríl 2022

Næstu sveitarstjórnarkosningar eru á laugardaginn 14. maí 2022. Kosningaréttur erlendra ríkisborgara sem búsettir eru á Íslandi hefur verið aukinn verulega. Norrænir ríkisborgarar öðlast kosningarétt við skráningu til búsetu í sveitarfélagi. Aðrir erlendir ríkisborgarar öðlast kosningarétt eftir þriggja ára samfellda búsetu hér á landi að uppfylltum öðrum skilyrðum fyrir kosningarétti. Við …

Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi, 14. maí 2022 Read More »

Styðjum Úkraínu

18. mars 2022

Á vefsíðu island.is má finna fjölbreyttar leiðir til til að hjálpa fólki á flótta vegna stríðsástandsins í Úkraínu, meðal annars bjóða fram húsnæði eða fjárhagsaðstoð. Nánari upplýsingar á: https://island.is/v/stydjum-ukrainu

Viltu vinna hjá Sveitarfélaginu Árborg?

10. mars 2022

Ef svo er hvetjum við þig til að skoða ráðningarvef sveitarfélagsins og senda umsókn: https://starf.arborg.is/storf/Default.aspx Hjá Sveitarfélaginu Árborg vinnur breiður hópur fólks í sameiningu að því að veita íbúum og öðrum þjónustuþegum sem besta þjónustu. Starfsfólk sveitarfélagsins er um 850 á rúmlega 30 vinnustöðum sem gerir sveitarfélagið að stærsta atvinnurekanda …

Viltu vinna hjá Sveitarfélaginu Árborg? Read More »

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu

25. febrúar 2022

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu vinnur að samræmingu verklags og samhæfingar milli fagfólks á heilsugæslustöðvum, gæðaþróun og framförum í heilsugæslu í samráði við heilbrigðisstofnanir sem reka heilsugæslustöðvar og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Á vefsíðunni þeirra má nálgast fjölbreyttar upplýsingar um mæðravernd, tannheilsu, sálfræðiþjónustu, heilsuvernd skólabarna, o.fl. á morgum tungumálum. Við hvetjum alla til …

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu Read More »

Frístundir barna með fjölmenningarlegan bakgrunn – könnun

18. febrúar 2022

Sveitarfélagið Árborg hvetur foreldra/forráðamenn barna með fjölmenningarlegan bakgrunn að taka þátt í könnun um þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi Árborg. Einnig er verið að kanna hvort foreldrar séu að nota frístundastyrk og frístundaakstur. Markmið könnunar er einnig að kanna hvort þurfi að efla og auka aðgengi foreldra og barna að …

Frístundir barna með fjölmenningarlegan bakgrunn – könnun Read More »

Innritun í grunnskóla skólaárið 2022−2023

14. febrúar 2022

Innritun barna sem eru fædd árið 2016 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2022 fer fram á arborg.is/Mín Árborg til 27. febrúar næstkomandi. Einnig er hægt að skrá börnin í mötuneyti á Mín Árborg. Skráning í frístund fer fram á skráningarvefnum https://fristund.vala.is/umsokn Upplýsingar um skólahverfi hvers skóla …

Innritun í grunnskóla skólaárið 2022−2023 Read More »