Talþjálfun

Talþjálfun er greidd af Sjúkratryggingum Íslands í þeim tilfellum þar sem skjólstæðingur fellur undir viðmið þar um. 

Áður en þjálfun hefst þarf að liggja fyrir beiðni læknis um talþjálfun. Þá beiðni skal afhenda talmeinafræðingi sem sér um að senda beiðnina til SÍ. Sé beiðni samþykkt fær hinn sjúkratryggði 15 skipti í talþjálfun á hverju 12 mánaða tímabili. 

Nánari upplýsingar: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/thjalfun/talthjalfun/  

Upplýsingar um starfandi talmeinafræðinga má finna á heimasíðu talmeinafræðinga: https://www.talmein.is/felagatal/  

Talþjálfun Suðurlands 

Talþjálfun Suðurlands er staðsett á Selfossi og starfa þar talmeinafræðingar sem bjóða upp á þjálfun og meðferð við ýmsum tal-, mál- og raddmeinum. 

Nánari upplýsingar: https://www.talsud.is/ 

TRAPPA 

Trappa býður upp á  talþjálfun í gegnum netið fyrir börn og fullorðna. Trappa þjónustar sveitarfélög víðsvegar um landið. Talþjálfun nemenda á leik- og grunnskólaaldri fer fram á skólatíma innan veggja skólans/leikskólans eða heima hjá viðkomandi. Barn ásamt stuðningsaðila eða foreldri skráir sig inn í forritið og fundur opnast. 

Nánari upplýsingar: https://trappa.is/