Lögfræðiráðgjöf

Kvennaráðgjöfin

Megintilgangur starfseminnar er að veita konum stuðning og ráðgjöf, en Kvennaráðgjöfin er opin öllum konum og körlum og má hvort sem er koma eða hringja. Þjónustan er endurgjaldlaus og þurfa þeir sem hana sækja ekki að gefa upp nafn eða aðrar persónuupplýsingar.

Nánari upplýsingar: https://www.kvennaradgjofin.is/

Nánari upplýsingar á ensku: https://www.kvennaradgjofin.is/english.html

 

Mannréttindaskrifstofa Íslands

Mannréttindaskrifstofa Íslands sér um lögfræðiráðgjöf fyrir innflytjendur. Rétt er að taka fram að aðeins er um ráðgjöf að ræða og skjólstæðingum er ekki vísað áfram til einstakra lögmanna eða lögmannsstofa þar sem einhver ráðgjafa hefur hagsmuna að gæta. Þó er heimilt að veita upplýsingar um hvaða lögmenn sérhæfa sig á tilteknum réttarsviðum. Panta má tíma hjá skrifstofunni í síma 5522720 eða á info@humanrights.is.

Nánari upplýsingar: https://www.humanrights.is/is

Nánari upplýsingar á ensku: https://www.humanrights.is/en