Málefni fatlaðra

Ýmsar stofnanir og félagasamtök vinna að málefnum fatlaðra á öllum aldri: 

VISS 

VISS veitir hæfingu, starfsþjálfun og verndaða vinnu fötluðu fólki 18 ára og eldri sem miðar að því að auka hæfni þess til starfa og þátttöku í daglegu lífi eða á almennum vinnumarkaði. 

Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/VISS-vinnu-og-h%C3%A6fingarst%C3%B6%C3%B0-429586100547951/

Þroskahjálp 

Landssamtökin Þroskahjálp vinna að réttinda- og hagsmunamálum fatlaðs fólks, með það að markmiði að tryggja því fullt jafnrétti á við aðra.  

Nánari upplýsingar: https://www.throskahjalp.is/ 

Landssamtökin hafa gefið út þrjú myndbönd á 5 tungumálum um réttindi fatlaðra barna af erlendum uppruna: 

https://www.youtube.com/playlist?list=PL5qGz2PIiEtgj9gZnvX8pMBDc3VJfTdQA

Ráðgjafar- og greiningarstöð

Hlutverk Ráðgjafar- og greiningarstöðvar ríkisins er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaskerðingar sem leitt geta til fötlunar síðar á ævinni fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem bæta lífsgæði þeirra. 

Nánari upplýsingar: https://www.greining.is/ 

Nánari upplýsingar á ensku: https://www.greining.is/is/tungumal/english

Myndbönd á íslensku, ensku og pólsku um greiningarferlið þegar grunur um frávik vaknar, snemmtæka íhlutun og réttindi og úrræði fyrir fötluð börn á Íslandi:

1. Ferlið frá því grunar vaknar um frávik í þroska

2. Snemmtæka íhlutun í vinnu með börnum

3. Réttindi og úrræði fyrir fötluð börn á Íslandi 

 

Einhverfa

Vefsíða með mikilvægustu upplýsingar um einhverfu á Íslandi á íslensku og pólsku: https://www.asdiceland.net/