Fréttasafn

Fréttir frá fjölmenningu í Árborg

Menningarganga eldri borgara um nýjan miðbæ á Selfossi

29. júlí 2021

Mánudaginn 16. ágúst verður haldin menningarganga eldri borgara og nýji miðbær Selfoss heimsóttur. Gangan verður farin með fyrirvara um gildandi fjöldatakmarkanir. Gangan hefst kl. 14:00 á Brúartorginu við tréið. Skráning er óþörf og gangan er ókeypis. Við hvetjum eldri borgara af erlendum uppruna til að taka þátt! Nánari upplýsingar á: …

Menningarganga eldri borgara um nýjan miðbæ á Selfossi Read More »

ATH. AFLÝST! Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi

20. júlí 2021

ATH. Aflýst vegna COVID-19 samkomutakmarkana! 29. júlí – 1. ágúst verður haldið unglingalandsmót – íþrótta- og fjölskylduhátíð á Selfossi þar sem börn og ungmenni frá 11-19 ára taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Öll kvöld verða tónleikar með vinsælu tónlistarfólki. Skráningargjald á Unglingalandsmót UMFÍ er 7.900 krónur en nánari upplýsingar um …

ATH. AFLÝST! Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi Read More »

Sumarleikur fjölskyldunnar í Árborg

9. júlí 2021

Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Heilsueflandi samfélag hefur sett á laggirnar nýtt fjölskylduverkefni sumarið 2021. Um er að ræða útgáfu af ratleik þar sem gengið er á ákveðin stað og kvittað í gestabók sem um leið gefur möguleika á verðlaunum. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar í fallegu …

Sumarleikur fjölskyldunnar í Árborg Read More »

Hagnýtt íslenskunámskeið fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri

29. júní 2021

Þróunarverkefni í Sveitarfélaginu Árborg hlaut nýlega styrk úr Íslenskusjóðnum við Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að bjóða foreldrum grunnskólanema með fjölmenningarlegan bakgrunn í Sveitarfélaginu Árborg upp á ókeypis íslenskunámskeið í haust 2021. Við hvetjum alla foreldra til að fylgjast með frekari upplýsingum um námskeiðið en þær eru væntanlegar eftir sumarfrí. …

Hagnýtt íslenskunámskeið fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri Read More »

Fræðslumyndbönd fyrir fólk með fjölmenningarlegan bakgrunn

22. júní 2021

Mannréttindaskrifstofa Íslands og Íslandsdeild Amnesty International hafa nýlega gefið út þrjú fræðslumyndbönd um jafnrétti, réttindi á vinnumarkaði og réttindi barna á sex tungumálum: íslensku, ensku, pólsku, spænsku, persnesku og arabísku. Markmiðið með myndböndunum er að veita innflytjendum og flóttamönnum upplýsingar um réttindi þeirra í þessum þremur málaflokkum í tengslum við …

Fræðslumyndbönd fyrir fólk með fjölmenningarlegan bakgrunn Read More »

Nýr frístundavefur Árborgar kominn í loftið

24. maí 2021

Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Inn á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni í framhaldinu birta upplýsingar um flest allt frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið fyrir alla aldurshópa. Nánari …

Nýr frístundavefur Árborgar kominn í loftið Read More »

Upplýsingar fyrir flóttafólk á vefsíðu Fjölmenningarseturs

14. maí 2021

Á vefsíðu Fjölmenningarseturs er að finna upplýsingabæklinga fyrir þá sem hafa nýverið fengið veitta alþjóðlega vernd á Íslandi. Um er að ræða upplýsingar um skráningu í helstu kerfi, atvinnumál, húsnæðismál, börn og ungmenni, heilbrigðisþjónustu og heilsu og öryggi. Tungumál í boði þar eru enska, spænska, arabíska, persneska og kúrdíska (sorani). …

Upplýsingar fyrir flóttafólk á vefsíðu Fjölmenningarseturs Read More »

Umsóknarfrestur sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja vegna áhrifa af Covid-19 framlengdur til 31. júlí

4. maí 2021

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. …

Umsóknarfrestur sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja vegna áhrifa af Covid-19 framlengdur til 31. júlí Read More »

Vinnuskóli Árborgar 2021

29. apríl 2021

Megin hlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Öllum nemendum 7., 8., 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu. Þá geta unglingar sem voru að klára 9. bekk einnig sótt …

Vinnuskóli Árborgar 2021 Read More »

Félagsþjónustan flytur á ný í ráðhús Árborgar, Selfossi

27. apríl 2021

Föstudaginn 30. apríl verður félagsþjónustan komin á ný í ráðhús Sveitarfélags Árborgar að Austurvegi 2, Selfossi. Félagsþjónusta Árborgar heldur utan um þá málaflokka sem tengjast barnavernd, eldri borgurum, félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, fólki með fötlun og húsnæðismálum í Sveitarfélaginu Árborg. Nánari upplýsingar á: https://www.arborg.is/vekjum-athygli-a/felagsthjonustan-flytur-a-ny-i-radhus-arborgar-selfossi