Ung- og smábarnavernd

Markmið ung- og smábarnaverndar er að stuðla að því að börn fái að þroskast við þau bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. 

Hjúkrunarfræðingar eða ljósmæður fara í heimavitjanir á heimili nýfæddra barna og fjölskyldna þeirra og fylgjast með heilsu og líðan fjölskyldu og barns og veita fræðslu og ráðgjöf.  

Frá sex vikna aldri er boðið upp á reglulegar skoðanir á heilsugæslustöðinni.  Enn fremur er foreldrum veittar ráðleggingar varðandi umönnun og uppeldi barnsins og eigin líðan. 

Nánari upplýsingar: https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/heilsuvernd-barna/ung-og-smabarnavernd/