Fréttasafn

ATH. AFLÝST! Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi

20. júlí 2021

ATH. Aflýst vegna COVID-19 samkomutakmarkana! 29. júlí – 1. ágúst verður haldið unglingalandsmót – íþrótta- og fjölskylduhátíð á Selfossi þar sem börn og ungmenni frá 11-19 ára taka þátt í …

ATH. AFLÝST! Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi Read More »

Sumarleikur fjölskyldunnar í Árborg

9. júlí 2021

Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Heilsueflandi samfélag hefur sett á laggirnar nýtt fjölskylduverkefni sumarið 2021. Um er að ræða útgáfu af ratleik þar sem gengið er á ákveðin stað og …

Sumarleikur fjölskyldunnar í Árborg Read More »

Hagnýtt íslenskunámskeið fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri

29. júní 2021

Þróunarverkefni í Sveitarfélaginu Árborg hlaut nýlega styrk úr Íslenskusjóðnum við Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að bjóða foreldrum grunnskólanema með fjölmenningarlegan bakgrunn í Sveitarfélaginu Árborg upp á ókeypis íslenskunámskeið í …

Hagnýtt íslenskunámskeið fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri Read More »

Fræðslumyndbönd fyrir fólk með fjölmenningarlegan bakgrunn

22. júní 2021

Mannréttindaskrifstofa Íslands og Íslandsdeild Amnesty International hafa nýlega gefið út þrjú fræðslumyndbönd um jafnrétti, réttindi á vinnumarkaði og réttindi barna á sex tungumálum: íslensku, ensku, pólsku, spænsku, persnesku og arabísku. …

Fræðslumyndbönd fyrir fólk með fjölmenningarlegan bakgrunn Read More »

Fréttasafn

ATH. AFLÝST! Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi

20. júlí 2021

ATH. Aflýst vegna COVID-19 samkomutakmarkana!

29. júlí – 1. ágúst verður haldið unglingalandsmót – íþrótta- og fjölskylduhátíð á Selfossi þar sem börn og ungmenni frá 11-19 ára taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Öll kvöld verða tónleikar með vinsælu tónlistarfólki.

Skráningargjald á Unglingalandsmót UMFÍ er 7.900 krónur en nánari upplýsingar um mótið og skráningu má finna hér: https://www.arborg.is/vidburdadagatal/unglingalandsmot-umfi-selfossi

 

 

 

 

Sumarleikur fjölskyldunnar í Árborg

9. júlí 2021

Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Heilsueflandi samfélag hefur sett á laggirnar nýtt fjölskylduverkefni sumarið 2021. Um er að ræða útgáfu af ratleik þar sem gengið er á ákveðin stað og kvittað í gestabók sem um leið gefur möguleika á verðlaunum.

Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar í fallegu náttúrunni, skapa samverutíma saman og eignast skemmtilegar minningar.

Nánari upplýsingar á https://www.arborg.is/frettasafn/sumarleikur-fjolskyldunnar-i-arborg-finna-postkassann

VIðburðir

02 ágúst 2021
  • 02 ágúst 2021

    Frídagur verzlunarmanna