Fréttasafn

Nýr frístundavefur Árborgar kominn í loftið

24. maí 2021
Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Inn á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni í framhaldinu birta upplýsingar um flest allt frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið fyrir alla aldurshópa. Nánari upplýsingar á http://fristundir.arborg.is/

Upplýsingar fyrir flóttafólk á vefsíðu Fjölmenningarseturs

14. maí 2021

Á vefsíðu Fjölmenningarseturs er að finna upplýsingabæklinga fyrir þá sem hafa nýverið fengið veitta alþjóðlega vernd á Íslandi. Um er að ræða upplýsingar um skráningu í helstu kerfi, atvinnumál, húsnæðismál, börn og ungmenni, heilbrigðisþjónustu og heilsu og öryggi. Tungumál í boði þar eru enska, spænska, arabíska, persneska og kúrdíska (sorani).

Nánari upplýsingar:  https://www.mcc.is/fagfolk/upplysingar-fyrir-flottafolk/

Umsóknarfrestur sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja vegna áhrifa af Covid-19 framlengdur til 31. júlí

4. maí 2021

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna Covid-19 er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Árborgar: https://www.arborg.is/frettasafn/opnad-fyrir-umsoknir-a-serstokum-ithrotta-og-fristundastyrk-vegna-ahrifa-af-covid-19

Vinnuskóli Árborgar 2021

29. apríl 2021

Megin hlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Öllum nemendum 7., 8., 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu. Þá geta unglingar sem voru að klára 9. bekk einnig sótt um að taka þátt í Grænjaxlinum en þar er unnið með margvísleg skapandi verkefni, t.d. allskonar margmiðlunarvinnu og fjölmiðlaverkefni.

Í vinnuskóla farið er yfir mikilvæga þætti eins og reglusemi, stundvísi, ábyrgðartilfinningu og hvernig bera eigi virðingu fyrir umhverfi sínu. Í lok sumars gefst nemendum kostur á að fá umsagnir um störf sín sem unnar eru af flokkstjórum Vinnuskólans og Vinnuskólastjóra.

Hér eru nánari upplýsingar um Vinnuskóla m.a. Vinnutími, laun og starfsreglur: Nánari upplýsingar um Vinnuskóla Árborgar 2021

Hægt er að sækja um í gegnum skráningarkerfið Völu: Skrá í Vinnuskóla Árborgar

Leiðbeiningar fyrir skráningu í Vinnuskóla Árborgar: https://www.arborg.is/media/almennt/Leidbeiningar-fyrir-skraningu-i-vinnuskola-Arborgar-pdf.pdf

Fréttasafn

Nýr frístundavefur Árborgar kominn í loftið

24. maí 2021

Opnaður hefur verið nýr frístundavefur fyrir Sveitarfélagið Árborg. Inn á vefnum eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess í sumar en markmiðið er að vefurinn muni í framhaldinu birta upplýsingar um flest allt frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið fyrir alla aldurshópa.

Nánari upplýsingar á http://fristundir.arborg.is/

Upplýsingar fyrir flóttafólk á vefsíðu Fjölmenningarseturs

14. maí 2021

Á vefsíðu Fjölmenningarseturs er að finna upplýsingabæklinga fyrir þá sem hafa nýverið fengið veitta alþjóðlega vernd á Íslandi. Um er að ræða upplýsingar um skráningu í helstu kerfi, atvinnumál, húsnæðismál, börn og ungmenni, heilbrigðisþjónustu og heilsu og öryggi. Tungumál í boði þar eru enska, spænska, arabíska, persneska og kúrdíska (sorani).

Nánari upplýsingar:  https://www.mcc.is/fagfolk/upplysingar-fyrir-flottafolk/

VIðburðir

Nothing from 19 júní 2021 to 18 júlí 2021.