Fréttasafn

Sjóðurinn góði

16. nóvember 2021

Sjóðurinn góði verður með jólaúthlutun í ár eins og önnur ár. Hægt verður að sækja um á netinu á þar til gerðu umsóknarblaði.  Senda þarf tölvupóst á sjodurinngodi@gmail.com og óska …

Sjóðurinn góði Read More »

Myndrænn bæklingur

4. nóvember 2021

Fjölmenningarteymi Árborgar var að undirbúa myndrænan bækling fyrir leikskólana fyrir foreldra af erlendum uppruna. Tilgangur bæklingsins er að veita ítarlegri upplýsingar um leikskólastarf og einnig að auka samskipti við foreldra. …

Myndrænn bæklingur Read More »

Lærum saman

29. október 2021

Verkefnið “Lærum saman” er samstarfsverkefni skólaþjónustu Árborgar, félags eldri borgara, Rauða krossins og grunnskóla Árborgar sem gengur út á að styðja við heimanám og lestur tvítyngdra nemenda í 4., 5., …

Lærum saman Read More »

Upplýsingar um réttinn til bólusetninga við COVID-19 á 13 tungumálum

25. október 2021

Kynningarefni á 13 tungumálum (íslensku, ensku, pólsku, litháísku, spænsku, rússnesku, serbnesku, rúmensku, lettnesku, arabísku, kúrdísku, farsi, tælensku) um réttinn til bólusetninga við COVID-19 hefur verið uppfært og er aðgengilegt á …

Upplýsingar um réttinn til bólusetninga við COVID-19 á 13 tungumálum Read More »

Fréttasafn

Sjóðurinn góði

16. nóvember 2021

Sjóðurinn góði verður með jólaúthlutun í ár eins og önnur ár.

Hægt verður að sækja um á netinu á þar til gerðu umsóknarblaði.  Senda þarf tölvupóst á sjodurinngodi@gmail.com og óska eftir að fá umsóknarblað sent. Útfyllt umsóknarblaðið ásamt fylgigögnum skal senda á sama netfang: sjodurinngodi@gmail.com

Á umsóknardögum verður hægt að hringja í síma 8404690, 8404691, 8404692 og sækja um símleiðis. Aðeins er tekið við umsóknum í síma á auglýstum umsóknartíma.

Þau sem ekki geta sótt um rafrænt eða símleiðis geta komið á umsóknardögum í Selið, Engjavegi 48 (við íþróttavöllinn). Umsóknardagar eru:

 • Mánudagur  22. nóv. kl. 10-12
 • Þriðjudagur 23. nóv. kl. 16-18
 • Miðvikudagur 24. nóv. kl. 10-12
 • Mánudagur 6. des. kl. 16-18

Með umsókn þarf að senda / fylgja eftirfarandi gögn:

 • Allar tekjur okt.  eða nóv. (Vinnulaun, tekjur frá Tryggingastofnun, fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur)
 • Öll útgjöld okt. eða nóv. (leiga, afborganir lána og húsnæðis, rafmagn/hiti, úgjöld v.barna, tryggingar ofl.)
Vinsamlegast virðið þessar dagsetningar og athugið að ekki er tekið við umsóknum eftir síðasta umsóknardag, hvorki rafrænt né í síma. Síminn er eingöngu opinn á auglýstum umsóknartíma.
Hægt verður að nálgast úthlutanir 15. og 16. desember kl. 16-18 í Selinu, Engjavegi 48 (við íþróttavöllinn).

Myndrænn bæklingur

4. nóvember 2021

Fjölmenningarteymi Árborgar var að undirbúa myndrænan bækling fyrir leikskólana fyrir foreldra af erlendum uppruna. Tilgangur bæklingsins er að veita ítarlegri upplýsingar um leikskólastarf og einnig að auka samskipti við foreldra.

Bæklinginn er hægt að skoða hér: https://fjolmenning.arborg.is/menntun/myndraenn-baeklingur/ 

 

 

VIðburðir

01 desember 2021
 • 01 desember 2021

  Fullveldisdagurinn

24 desember 2021
 • 24 desember 2021

  Aðfangadagur jóla

25 desember 2021
 • 25 desember 2021

  Jóladagur

26 desember 2021
 • 26 desember 2021

  Annar í jólum

31 desember 2021
 • 31 desember 2021

  Gamlársdagur