Tannlæknaþjónusta

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiða hluta kostnaðar vegna tannlækninga 67 ára og eldri og fyrir lífeyrisþega. Fullorðnir, heilbrigðir einstaklingar, frá 18 ára til 67 ára, greiða fyrir tannlækningar sínar að fullu. Tannlækningum er einungis sinnt á einkastofum tannlækna.  

Nánari upplýsingar:  https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/tannlaekningar/

Nánari upplýsingar á ensku: https://www.sjukra.is/english/social-insurance-in-iceland/

Tannlækningar barna 

Börn á aldrinum til 18 ára fá alla nauðsynlega almenna tannlæknaþjónustu og greiða aðeins fast komugjald einu sinni á ári 2500 kr. Forsenda greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga er að barnið hafi heimilistannlækni og foreldrar bera ábyrgð á tímapöntun hjá tannlækni. 

Tannlæknar geta einnig klárað skráninguna, þegar mætt er í bókaðan tíma. Foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að panta tíma í fyrstu tannskoðun þegar barnið er tveggja ára.

Nánari upplýsingar um tannlækningar barna á: https://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/tannlaekningar/born-og-ungmenni/tannlaekningar-barna-samkvaemt-samningi-si-og-tfi/

Nánari upplýsingar um tannlækna: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/tannlaekningar/born-og-ungmenni/tannlaekningar-barna-samkvaemt-nyjum-samningi-si-og-tfi/tannlaeknar-med-samning-um-barnatannlaekningar/