Sjúkratryggingar Íslands

Hlutverk Sjúkratrygginga Íslands er að tryggja réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu.

Nánari upplýsingar:  https://www.sjukra.is/

Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands 

Réttindagátt er mínar síður fyrir einstaklinga og heldur utan um og birtir upplýsingar og réttindi um sjúkratryggingar. Þar er einnig hægt að skila öllum nauðsynlegum skjölum til SÍ á öruggan hátt.

Í Réttindagáttinni geta einstaklingar m.a. fengið upplýsingar um: 

  • Greiðslustöðu í heilbrigðisþjónustu sem fellur undir sjúkratryggingar 
  • Lyfjakaup – þrepastaða og lyfjaskírteini 
  • Hjálpartæki og næringarefni 
  • Sótt um Evrópska sjúkratryggingakort og bráðabirgðakort 
  • Persónuafsláttur, rafræn skráning á ráðstöfun (skattkort)
  • Auk þess að hægt er að sjá greiðsluskjöl og viðskiptayfirlit vegna sjúkratrygginga, slysatrygginga og sjúklingatryggingar.
  • Þá er einnig hægt að skrá heimilistannlækni fyrir börn sín í gáttinni. 

Nánari upplýsingar: https://rg.sjukra.is/Account/Login.aspx