Ýmis samtök

Á Íslandi starfar fjöldi samtaka sem kemur á einn eða annan hátt að heilsumálum. Hér að neðan er að finna krækjur á nokkrar þeirra:

AA samtökin

AA-samtökin, (e. Alcoholics Anonymous) oft einfaldlega kölluð AA, eru óformleg samtök um tveggja milljóna einstaklinga víða um heim sem eru virkir eða óvirkir alkóhólistar.

Nánari upplýsingar: https://aa.is/

ADHD samtökin

Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest, ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum lífsgæðum.

Nánari upplýsingar: https://www.adhd.is/is

Einhverfusamtökin

Starfsemi samtakanna beinist meðal annars að því að bæta þjónustu við einhverfa, standa vörð um lögbundin réttindi þeirra og stuðla að fræðslu um málefni fólks á einhverfurófi.

Nánari upplýsingar: https://www.einhverfa.is/is

Geðhjálp

Geðhjálp eru samtök 7.000 félaga, notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks sem býr við geðrænar áskoranir í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga- og þekkingarmiðlun.

Nánari upplýsingar: https://gedhjalp.is/

Samtökin ’78

Samtökin ’78 bjóða upp á fría ráðgjöf til hinsegin fólks, aðstandenda hinsegin fólks og fagfólks.

Nánari upplýsingar: https://samtokin78.is/

SÁÁ

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann eða SÁÁ eru íslensk samtök sem voru stofnuð til að berjast gegn áfengis- og vímuefnavanda á Íslandi.

Nánari upplýsingar: https://saa.is/samtokin/