Fréttasafn

Fréttir frá fjölmenningu í Árborg

Stóri plokkdagurinn 2021, 24. apríl 2021

23. apríl 2021

Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við framtak íbúa og plokksamfélagsins sem vilja stuðla að snyrtilegu umhverfi og leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að tína rusl sem víðast. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið á: https://www.arborg.is/vidburdadagatal/stori-plokkdagurinn-2021

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar sendir umsögn v/málefna innflytjenda

16. apríl 2021

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar skilað nýlega inn umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021 – 2024. Í framkvæmdaáætluninni eru kynntar aðgerðir sem endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð …

Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar sendir umsögn v/málefna innflytjenda Read More »

Sigurhæðir – ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi

6. apríl 2021

Sigurhæðir er þjónusta á Selfossi fyrir konur 18 ára og eldri sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er. Sigurhæðir bjóða samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þínum forsendum. Í boði er einstaklings- og hópmeðferð ásamt sérhæfðri áfallameðferð. Þá er lögregla til staðar innan Sigurhæða til að veita …

Sigurhæðir – ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi Read More »

Áhrif hertra sóttvarnaaðgerða á starfsemi sveitarfélagsins

25. mars 2021

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu tóku gildi á miðnætti. Tíu manna fjöldatakmörkun er meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð. …

Áhrif hertra sóttvarnaaðgerða á starfsemi sveitarfélagsins Read More »

Viðbrögð við áföllum í Árnessýslu

10. mars 2021

Í Árnessýslu er starfandi samráðshópur um viðbrögð við áföllum, en í honum eru fulltrúar frá félagsþjónustu sveitarfélaganna, lögreglunni, heilsugæslunni, kirkjunni og Rauða krossinum. Eitt af hlutverkum hópsins er að koma á framfæri hvar og hvernig fólk getur leitað eftir aðstoð, t.d. vegna COVID-19 eða jarðhræringa sem eiga sér stað á …

Viðbrögð við áföllum í Árnessýslu Read More »

Breytt tímaáætlun Árborgarstrætó

26. febrúar 2021

Frá gærdeginum, 25.febrúar breyttist tímatafla Árborgarstrætó lítilega og tvær stoppistöðvar á Selfoss duttu út. Nánari upplýsingar á https://www.arborg.is/frettasafn/breytt-timaaaetlun-arborgarstraeto-fra-fim.-25.februar

Betri Árborg

18. febrúar 2021

Sveitarfélagið Árborg leitar til íbúa við áframhaldandi framþróun á þjónustu og aðstöðu í sveitarfélaginu í gegnum vefsíðuna Betri Árborg. Markmiðið er að skapa vettvang til að auka þátttöku íbúa og tækifæri þeirra til að koma sínum hugmyndum á framfæri um þau málefni sem eru til umræðu hverju sinni inn á …

Betri Árborg Read More »

New in Iceland – Ráðgjafarstofa fyrir innflytjendur

11. febrúar 2021

New in Iceland – Ráðgjafarstofa fyrir innflytjendur hefur tekið til starfa. Ráðgjafarstofan hefur það hlutverk að veita innflytjendum leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig er að búa á Íslandi. Þjónustan er ókeypis og veitt í trúnaði. Nánari upplýsingar á: https://newiniceland.is/is/

Innritun í grunnskóla skólaárið 2021−2022

6. febrúar 2021

Innritun barna sem eru fædd árið 2015 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2021 fer fram rafrænt á Mín Árborg til 25. febrúar. Einnig er hægt að skrá börn í frístundaheimili og í mötuneyti. Nánari upplýsingar á: https://www.arborg.is/frettasafn/innritun-i-grunnskola-skolaarid-2021-2022

Kynning til foreldra v/Stekkjaskóla skólaárið 2021-22

2. febrúar 2021

Nýr grunnskóli, Stekkjaskóli, tekur til starfa á Selfossi í ágúst 2021. Með tilkomu hins nýja grunnskóla munu nemendur úr Sunnulækjarskóla og Vallaskóla flytjast yfir í nýjan skóla í samræmi við skólahverfi Árborgar. Nánari upplýsingar á https://www.arborg.is/frettasafn/kynning-til-foreldra-v-stekkjaskola-skolaarid-2021-22