Hagnýtt íslenskunámskeið fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri

Þróunarverkefni í Sveitarfélaginu Árborg hlaut nýlega styrk úr Íslenskusjóðnum við Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að bjóða foreldrum grunnskólanema með fjölmenningarlegan bakgrunn í Sveitarfélaginu Árborg upp á ókeypis íslenskunámskeið í haust 2021. Við hvetjum alla foreldra til að fylgjast með frekari upplýsingum um námskeiðið en þær eru væntanlegar eftir sumarfrí.

Nánari upplýsingar um úthlutun styrkja á: https://www.hi.is/frettir/styrkir_til_eflingar_islensku_fjoltyngdra_barna_og_foreldra_theirra