Fræðslumyndbönd fyrir fólk með fjölmenningarlegan bakgrunn

Mannréttindaskrifstofa Íslands og Íslandsdeild Amnesty International hafa nýlega gefið út þrjú fræðslumyndbönd um jafnrétti, réttindi á vinnumarkaði og réttindi barna á sex tungumálum: íslensku, ensku, pólsku, spænsku, persnesku og arabísku. Markmiðið með myndböndunum er að veita innflytjendum og flóttamönnum upplýsingar um réttindi þeirra í þessum þremur málaflokkum í tengslum við íslenskt samfélag.

Nánari upplýsingar á: https://www.humanrights.is/is/fraedsluefni-og-myndbond/myndbond-um-rettindi