Skólastarf Stekkjaskóla hefst í Bifröst

Tafir hafa orðið á framkvæmdum á húsnæði og skólalóð Stekkjaskóla og því mun skólastarfið hefjast í frístundaheimilinu Bifröst við Vallaskóla. Skólastjórnendur sendu upplýsingapóst til foreldra en fljótlega verður þeim einnig boðið upp á upplýsinga- og samstarfsfund með umsjónarkennurum og skólastjórnendum.

Nánari upplýsingar á: https://www.arborg.is/frettasafn/skolastarf-stekkjaskola-hefst-i-bifrost