Fréttasafn
Fréttir frá fjölmenningu í Árborg
Loftgæðamælingar við Selfoss vegna eldgoss
Umhverfisstofnun fór þess á leit við sveitarfélagið í sumar að fá að koma upp loftgæðamælum á Selfossi sem lið í því að þétta net loftgæðamæla vegna eldgossins í Geldingadölum. Nú eru tveir mælar komnir upp og mælingar hafnar sem eru í nær-rauntíma og uppfærast á 10 mín.fresti. Nánari upplýsingar: …
Námskeið fyrir börn á aldrinu 7-12 ára á Selfossi
Hugarfrelsi býður upp á tvö námskeið fyrir börn á aldrinu 7-12 sem vilja efla einbeitingu, sjálfsmynd, styrkleika og jákvæða hugsun. Námskeiðin eru 10 vikur og hægt er að nota frístundastyrk: https://fjolmenning.arborg.is/ibuar/fristundar-og-menningardeild/. Nánari upplýsingar um námskeið ætlað börnum í 2. – 4. bekk grunnskóla: https://hugarfrelsi.is/namskeidin/katir-krakkar-7-9-ara/ Nánari upplýsingar um námskeið ætlað börnum …
Námskeið fyrir börn á aldrinu 7-12 ára á Selfossi Read More »
Útivistartími barna breyttist 1. september
Foreldrar og forráðamenn, athugið: 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. 13 til 16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan 22.00, enda séu þau ekki á heimferð frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Nánari upplýsingar á: https://www.arborg.is/frettasafn/utivistartimi-barna-breytist-1.september
Frístundaaksturinn á skólaárinu 2021/2022
Tímatafla frístundabíls innan Selfoss tók gildi 25.ágúst en allar nánari upplýsingar má finna hér: https://www.arborg.is/frettasafn/fristundaaksturinn-hefst-midvikudaginn-25.agust Frístundaakstur milli þéttbýliskjarna innan sveitarfélagsins er áfram hluti af Árborgarstrætó og má sjá tímatöfluna hér: https://www.arborg.is/ibuar/samgongur/almenningssamgongur/
Skólastarf Stekkjaskóla hefst í Bifröst
Tafir hafa orðið á framkvæmdum á húsnæði og skólalóð Stekkjaskóla og því mun skólastarfið hefjast í frístundaheimilinu Bifröst við Vallaskóla. Skólastjórnendur sendu upplýsingapóst til foreldra en fljótlega verður þeim einnig boðið upp á upplýsinga- og samstarfsfund með umsjónarkennurum og skólastjórnendum. Nánari upplýsingar á: https://www.arborg.is/frettasafn/skolastarf-stekkjaskola-hefst-i-bifrost
Menningarganga eldri borgara um nýjan miðbæ á Selfossi
Mánudaginn 16. ágúst verður haldin menningarganga eldri borgara og nýji miðbær Selfoss heimsóttur. Gangan verður farin með fyrirvara um gildandi fjöldatakmarkanir. Gangan hefst kl. 14:00 á Brúartorginu við tréið. Skráning er óþörf og gangan er ókeypis. Við hvetjum eldri borgara af erlendum uppruna til að taka þátt! Nánari upplýsingar á: …
Menningarganga eldri borgara um nýjan miðbæ á Selfossi Read More »
ATH. AFLÝST! Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi
ATH. Aflýst vegna COVID-19 samkomutakmarkana! 29. júlí – 1. ágúst verður haldið unglingalandsmót – íþrótta- og fjölskylduhátíð á Selfossi þar sem börn og ungmenni frá 11-19 ára taka þátt í fjölmörgum íþróttagreinum. Öll kvöld verða tónleikar með vinsælu tónlistarfólki. Skráningargjald á Unglingalandsmót UMFÍ er 7.900 krónur en nánari upplýsingar um …
Sumarleikur fjölskyldunnar í Árborg
Sveitarfélagið Árborg í samstarfi við Heilsueflandi samfélag hefur sett á laggirnar nýtt fjölskylduverkefni sumarið 2021. Um er að ræða útgáfu af ratleik þar sem gengið er á ákveðin stað og kvittað í gestabók sem um leið gefur möguleika á verðlaunum. Markmið verkefnisins er að hvetja fjölskyldur til útivistar í fallegu …
Hagnýtt íslenskunámskeið fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri
Þróunarverkefni í Sveitarfélaginu Árborg hlaut nýlega styrk úr Íslenskusjóðnum við Háskóla Íslands. Markmið verkefnisins er að bjóða foreldrum grunnskólanema með fjölmenningarlegan bakgrunn í Sveitarfélaginu Árborg upp á ókeypis íslenskunámskeið í haust 2021. Við hvetjum alla foreldra til að fylgjast með frekari upplýsingum um námskeiðið en þær eru væntanlegar eftir sumarfrí. …
Fræðslumyndbönd fyrir fólk með fjölmenningarlegan bakgrunn
Mannréttindaskrifstofa Íslands og Íslandsdeild Amnesty International hafa nýlega gefið út þrjú fræðslumyndbönd um jafnrétti, réttindi á vinnumarkaði og réttindi barna á sex tungumálum: íslensku, ensku, pólsku, spænsku, persnesku og arabísku. Markmiðið með myndböndunum er að veita innflytjendum og flóttamönnum upplýsingar um réttindi þeirra í þessum þremur málaflokkum í tengslum við …
Fræðslumyndbönd fyrir fólk með fjölmenningarlegan bakgrunn Read More »