Fréttasafn
Fréttir frá fjölmenningu í Árborg
Félagsþjónustan flytur á ný í ráðhús Árborgar, Selfossi
Föstudaginn 30. apríl verður félagsþjónustan komin á ný í ráðhús Sveitarfélags Árborgar að Austurvegi 2, Selfossi. Félagsþjónusta Árborgar heldur utan um þá málaflokka sem tengjast barnavernd, eldri borgurum, félagslegri ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, fólki með fötlun og húsnæðismálum í Sveitarfélaginu Árborg. Nánari upplýsingar á: https://www.arborg.is/vekjum-athygli-a/felagsthjonustan-flytur-a-ny-i-radhus-arborgar-selfossi
Stóri plokkdagurinn 2021, 24. apríl 2021
Líkt og undanfarin ár mun Sveitarfélagið Árborg styðja við framtak íbúa og plokksamfélagsins sem vilja stuðla að snyrtilegu umhverfi og leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að tína rusl sem víðast. Nánari upplýsingar um fyrirkomulagið á: https://www.arborg.is/vidburdadagatal/stori-plokkdagurinn-2021
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar sendir umsögn v/málefna innflytjenda
Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar skilað nýlega inn umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021 – 2024. Í framkvæmdaáætluninni eru kynntar aðgerðir sem endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð […]
Sigurhæðir – ný þjónusta við þolendur kynbundins ofbeldis á Suðurlandi
Sigurhæðir er þjónusta á Selfossi fyrir konur 18 ára og eldri sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er. Sigurhæðir bjóða samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þínum forsendum. Í boði er einstaklings- og hópmeðferð ásamt sérhæfðri áfallameðferð. Þá er lögregla til staðar innan Sigurhæða til að veita […]
Áhrif hertra sóttvarnaaðgerða á starfsemi sveitarfélagsins
Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu tóku gildi á miðnætti. Tíu manna fjöldatakmörkun er meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð. […]
Viðbrögð við áföllum í Árnessýslu
Í Árnessýslu er starfandi samráðshópur um viðbrögð við áföllum, en í honum eru fulltrúar frá félagsþjónustu sveitarfélaganna, lögreglunni, heilsugæslunni, kirkjunni og Rauða krossinum. Eitt af hlutverkum hópsins er að koma á framfæri hvar og hvernig fólk getur leitað eftir aðstoð, t.d. vegna COVID-19 eða jarðhræringa sem eiga sér stað á […]
Breytt tímaáætlun Árborgarstrætó
Frá gærdeginum, 25.febrúar breyttist tímatafla Árborgarstrætó lítilega og tvær stoppistöðvar á Selfoss duttu út. Nánari upplýsingar á https://www.arborg.is/frettasafn/breytt-timaaaetlun-arborgarstraeto-fra-fim.-25.februar
Betri Árborg
Sveitarfélagið Árborg leitar til íbúa við áframhaldandi framþróun á þjónustu og aðstöðu í sveitarfélaginu í gegnum vefsíðuna Betri Árborg. Markmiðið er að skapa vettvang til að auka þátttöku íbúa og tækifæri þeirra til að koma sínum hugmyndum á framfæri um þau málefni sem eru til umræðu hverju sinni inn á […]
New in Iceland – Ráðgjafarstofa fyrir innflytjendur
New in Iceland – Ráðgjafarstofa fyrir innflytjendur hefur tekið til starfa. Ráðgjafarstofan hefur það hlutverk að veita innflytjendum leiðbeiningar og upplýsingar um hvernig er að búa á Íslandi. Þjónustan er ókeypis og veitt í trúnaði. Nánari upplýsingar á: https://newiniceland.is/is/
Innritun í grunnskóla skólaárið 2021−2022
Innritun barna sem eru fædd árið 2015 og eiga að hefja skólagöngu haustið 2021 fer fram rafrænt á Mín Árborg til 25. febrúar. Einnig er hægt að skrá börn í frístundaheimili og í mötuneyti. Nánari upplýsingar á: https://www.arborg.is/frettasafn/innritun-i-grunnskola-skolaarid-2021-2022