Réttur þinn
Jafnréttisstofa gefur út bæklinginn Réttur þinn en í honum er að finna mikilvægar upplýsingar fyrir innflytjendur á Íslandi.
Í bæklingnum er fjallað um réttindi fólks á Íslandi þegar kemur að nánum samböndum og samskiptum, til dæmis hjónaband, sambúð, skilnað og sambúðarslit, þungun, mæðravernd, þungunarrof, forsjá barna, umgengnisrétt, ofbeldi í nánum samböndum, mansal, vændi, kærur til lögreglu, gjafsókn og dvalarleyfi. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnana og félagasamtaka. Bæklingurinn er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, spænsku, thaílensku, rússnesku, arabísku og frönsku.
Nánari upplýsingar: https://www.jafnretti.is/is/samfelag-og-vinnumarkadur/rettur-thinn/rettur-thinn-mikilvaegar-upplysingar-fyrir-innflytjendur-a-islandi