Ofbeldi
Kynbundið ofbeldi er ofbeldi sem viðkomandi verður fyrir vegna kyns síns.
Heimilisofbeldi er ofbeldi sem einstaklingur verður fyrir af hálfu einhvers sem er honum nákominn, tengdur eða skyldur. Ofbeldið getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt eða jafnvel stafrænt.
Hægt er að fá aðstoð hjá:
Sigurhæðir
Sigurhæðir er þjónusta á Selfossi fyrir konur 18 ára og eldri sem eru þolendur kynbundins ofbeldis í hvaða mynd sem er. Sigurhæðir bjóða samhæfða ráðgjöf, stuðning og meðferð á þínum forsendum. Í boði er einstaklings- og hópmeðferð ásamt sérhæfðri áfallameðferð. Þá er lögregla til staðar innan Sigurhæða til að veita ráðgjöf og upplýsingar og sömuleiðis er lögfræðileg ráðgjöf í boði. Konur búsettar á Suðurlandi og aðstandendur þeirra geta komið, hringt og pantað viðtöl til að fá stuðning, ráðgjöf og upplýsingar.
Nánari upplýsingar: https://www.sigurhaedir.is
Stígamót
Stígamót er ráðgjafar- og stuðningsmiðstöð fyrir bæði konur og karla sem hafa verið beitt hvers kyns kynferðisofbeldi.
Nánari upplýsingar: www.stigamot.is
Kvennaathvarf
Kvennaathvarf er athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Kvennaathvarf býður upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem eru eða hafa verið beittar ofbeldi í samböndum sem og ráðgjöf og stuðning í síma allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar: https://www.kvennaathvarf.is/
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi (W.O.M.E.N. in Iceland)
Hlutverk Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi er að sameina, takast á við og ljá hagsmuna- og áhugamálum kvenna sem sest hafa að á Íslandi rödd. Markmið Samtakanna er að vinna að jafnrétti og jafnri stöðu kvenna af erlendum uppruna á öllum sviðum þjóðlífsins. Samtökin eru opin öllum konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi.
Nánari upplýsingar: https://womeniniceland.is/