Frá haustdögum 2016 hafa sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær verið í faglegu samstarfi um þýðingu og staðfæringu á stöðumatstæki sem nýtist skólum til að leggja mat á námshæfni, þekkingu og reynslu nemenda af erlendum uppruna á þeirra tungumáli.
Mikil þörf hefur verið fyrir öflugt stöðumatstæki fyrir nemendur af erlendum uppruna hér á landi. Verkefnið miðar að því að byggja á styrkleikum og efla námshæfni nemenda og að bregðst sem fyrst við námsþörfum hvers og eins með snemmtæku mati og markvissri íhlutun á fyrstu stigum skólagöngunnar í nýju landi.
Stöðumatið er aðgengilegt öllum á vef Menntamálastofnunar. Þar er að finna öll gögn sem þarf til að leggja það fyrir s.s. kennsluleiðbeiningar, verkefni, skráningargrunna og samantektarskjöl. Þar eru einnig kynningarmyndbönd þar sem farið er yfir forsögu þess, fyrirlögn hvers hluta fyrir sig, niðurstöður og hagnýt atriði.
Nánari upplýsingar á vefsíðu Árborgar: https://www.arborg.is/frettasafn/nytt-stodumat-fyrir-nemendur-af-erlendum-uppruna