Stöðumat fyrir nemendur af erlendum uppruna

Markmiðið með Stöðumatinu er að styðja við vinnu skólanna varðandi mat á þekkingu nemenda af erlendum uppruna þannig að skólinn geti undirbúið og aðlagað kennsluna að þörfum nemandans og þekkingargrunni hans. 

Frá hausti 2016 hafa sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær verið í faglegu samstarfi um þýðingu og staðfæringu á stöðumatstæki sem nýtist skólum til að leggja mat á námshæfni, þekkingu og reynslu nemenda af erlendum uppruna á þeirra tungumáli. 

Efnið er ætlað grunnskólum en það er einnig hægt að nota á framhaldsskólastigi.

Nánari upplýsingar : https://mms.is/stodumat-fyrir-erlenda-nemendur