Frístundar-og menningardeild
Frístundar- og menningardeild heldur utan um málaflokka sem tengjast íþrótta-, æskulýðs-, forvarna-, frístunda-, atvinnu, safna- og menningarmálum.
Frístundastarf
Fjölbreytt frístundastarf er í boði hjá íþrótta- og frístundafélögum í Árborg fyrir flesta aldurshópa.
Á Frístundavefnum Árborgar eru allar helstu upplýsingar um námskeið og afþreyingu í sveitarfélaginu og nágrenni þess en markmiðið er að vefurinn muni birta upplýsingar um flest allt frístundastarf og afþreyingarmöguleika í sveitarfélaginu allt árið fyrir alla aldurshópa.
Nánari upplýsingar á http://fristundir.arborg.is/
Frístundastyrkur
Foreldrum 5-17 ára barna sem búsett er í sveitarfélaginu býðst frístundastyrkur fyrir hvert barn en hann er hægt að nota til niðurgreiðslu flestra frístunda sem standa til boða.
Nánari upplýsingar: https://www.arborg.is/ibuar/fristund-og-sundlaugar/fristundir/fristundastyrkur
Frístundaakstur
Frá kl. 13:00 – 16:30 á virkum dögum er boðið upp á sérstakan frístundaakstur innan sveitarfélagsins sem börn geta nýtt sér t.d. til að komast milli æfinga og frístundaheimilis. Frítt er í aksturinn og gengur frístundastrætóinn samkvæmt áætlun.
Nánari upplýsingar: https://www.arborg.is/ibuar/fristund-og-sundlaugar/fristundir/fristundaakstur