Fréttasafn
Fréttir frá fjölmenningu í Árborg
Komdu að tala íslensku | Bókasafn Árborgar Selfossi
Viltu æfa þig í íslensku? Á þriðjudögum kl. 16:00-17:00 hittumst við á Bókasafninu á Selfossi, Austurvegur 2 og spjöllum saman. Æfðu þig í íslensku og hittu fleiri sem eru líka að æfa sig. Öll velkomin!
Hraðstefnumót við íslenskuna 18. september
Viltu tala íslensku? Hraðstefnumót við íslenskuna í safnaðarheimili Selfosskirkju 18. september kl. 17:00. Fyrirkomulagið verður eins og á hraðstefnumóti eða svokölluðu speed-dating nema hvað markmiðið er að æfa sig í íslensku. Léttar veitingar og öll velkomin! Nánari upplýsingar: https://www.arborg.is/vidburdadagatal/gefdu-islensku-sens-hradstefnumot-vid-islenskuna-18.-og-25.-september
Frístundamessa Árborgar
Laugardaginn 6. september frá kl. 10 – 12 verður haldin frístundamessa fyrir íbúa Árborgar í Lindexhöllinni þar sem meðal annars verða kynntar frístundir fyrir börn og félagsstarf fyrir fullorðna. Nánari upplýsingar: https://www.arborg.is/vidburdadagatal/fristundamessa-arborgar
Vinnuskóli 2025
Megin hlutverk Vinnuskólans er að veita nemendum uppbyggileg sumarstörf ásamt fræðslu í öruggu starfsumhverfi. Öllum nemendum 8, 9. og 10. bekkja býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni sem flest snúa að garðyrkju og umhirðu í sveitarfélaginu. Unglingar geta einnig sótt um þátttöku í Skapandi sumarstörfum. Í vinnuskóla farið […]
Umsókn um reiðhjól frá Hjólasöfnun 2025 fyrir efnaminni fjölskyldur
Hægt er að sækja um gjafahjól fyrir börnin hér: https://forms.office.com/r/BbfY0jirUs Vinsamlegast athugið að það þarf að senda eina umsókn fyrir hvert hjól sem sótt er um.
Gefum íslensku séns fer af stað í Árborg
Bókasafn Árborgar, Fræðslunetið og Háskólafélag Suðurlands hafa tekið höndum saman og hafa hafið innleiðingu á verkefninu Gefum íslensku séns. Verkefnið snýst fyrst og fremst að því að opna heim íslenskunnar fyrir íbúum af erlendum uppruna og veita þeim tækifæri til þess að eiga samskipti á íslensku óháð getu og án fordóma. […]
Prjónaklúbbur í Pakkhúsinu
Hvetjum alla áhugasama að taka þátt. Pakkhúsið er staðsett hér: https://maps.app.goo.gl/STRsBtmvKhthijxS8
Innritun í grunnskóla skólaárið 2025-2026
Innritun barna sem eru fædd árið 2019 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2025 fer fram á Mín Árborg til 25. febrúar næstkomandi. Reglur um skólahverfi, innritun og umsóknir í grunnskóla Árborgar má finna hér fyrir neðan ásamt upplýsingum um skólahverfi á Skólaþjónusta. Reglur um skólahverfi, innritun […]