Áhrif hertra sóttvarnaaðgerða á starfsemi sveitarfélagsins

Hertar reglur um sóttvarnarráðstafanir á landsvísu tóku gildi á miðnætti. Tíu manna fjöldatakmörkun er meginregla og aðeins börn fædd 2015 og síðar verða þar undanskilin. Grunn-, framhalds-, tónlistar- og háskólum verður lokað þar til páskafrí tekur við. Margvísleg starfsemi sem rúmast ekki innan reglu um 10 manna fjöldatakmörkun verður stöðvuð.

Áhrif á starfsemi Sveitarfélagsins Árborgar:

Leikskólar: Óbreytt skólastarf. Nánari upplýsingar um tilhögun koma frá stjórnendum leikskóla.

Grunnskólar: Allir grunnskólar sveitarfélagsins verða lokaðir til og með 31. mars.

Tónlistarskólar: Lokaðir til og með 31. mars.

Frístundastarf: Frístundaheimili, félagsmiðstöð, frístundaklúbbar og ungmennahús verða lokuð til og með 31. mars.

Sundlaugar og íþróttamannvirki: Lokað til og með 15. apríl.

Afgreiðslustaðir sveitarfélagsins: Verða lokaðir almenningi á morgun 25. mars en hægt verður að hafa samband með síma, tölvupósti og í gegnum netspjall. Frekari upplýsingar verða gefnar út síðar.

Bókasöfn: Verða lokuð á morgun 25. mars. Frekari upplýsingar verða gefnar út síðar.

Dagdvalir Árblik og Vinaminni: Óbreytt starfsemi.

VISS vinnu- og hæfingarstöð: Óbreytt starfsemi en verslun lokað.

Frekari upplýsingar um tímabundnar breytingar á þjónustu sveitarfélagsins verða birtar hér um leið og þær liggja fyrir: https://www.arborg.is/vekjum-athygli-a/ahrif-hertra-sottvarnaadgerda-a-starfsemi-sveitarfelagsins