Menntastefna Árborgar
Menntastefna Árborgar ber heitið Vegur til visku og velferðar og er ætlað að vera öllum þeim sem vinna með börnum og unglingum sveitarfélagsins leiðbeinandi leiðarljós að farsælu námi og frístundastarfi.
Menntastefnan inniheldur eitt meginmarkið, þrjú leiðarljós og fimm stoðir sem að styðja við og leiðbeina um það hvernig faglegt skóla- og frístundarstarf er framkvæmt í sveitarfélaginu með vellíðan barna og unglinga í huga.
Nánari upplýsingar: https://www.arborg.is/ibuar/skolar-og-daggaesla/menntastefna-til-2030/