Læsisstefna

Í læsisstefnu Árborgar er fjallað um megináherslur og markmið í læsi. Læsi er einn af grunnþáttum menntunar sem felur í sér lestur, talað mál, ritun og hlustun.

Hver skóli útfærir leiðir með fjölbreytilegum og einstaklingsmiðuðum kennsluaðferðum. Hér eru meðal annars sett fram ýmis viðmið um málþroska, hljóðkerfisvitund, orðaforða, leshraða og lesskilning. Lögð er áhersla á að foreldrar taki virkan þátt í námi barna sinna í samvinnu við skólana og foreldrafélögin í Árborg með það að leiðarljósi að skapa jákvæða skólaþróun og skapa besta mögulega námsárangur nemenda og velferð. 

Læsisstefna Árborgar

PDF skjal til að prenta