Hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra og kennara
Hér koma ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir foreldra og fyrir kennara sem starfa í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi:
- Miðja máls og læsis er þekkingarteymi ráðgjafa sem fara á vettvang og veita kennurum og starfsfólki í skóla- og frístundastarfi stuðning, ráðgjöf og fræðslu: https://mml.reykjavik.is/ Teymið gaf út bæklinga um málheim fjöltyngdra barna og gæðamálörvun: https://mml.reykjavik.is/2021/01/18/tvi-og-fjoltyngi/
- Hagnýtt efni á vef Akureyrarbæjar: http://erlendir.akmennt.is/
- Námsefni og aðrar upplýsingar á nokkrum tungumálum á vef Kópavogs: http://fjolmenning.kopavogur.is/
- Fræðsluskot eru aðferðir eða hagnýt verkfæri fyrir alla kennara sem starfa í fjölmenningarlegu kennsluumhverfi: http://fraedsluskot.wixsite.com/heim
- Allir með en enginn eins – fjölmenning í leikskóla: http://reykjavik.is/allir-med
- Einn leikskóli – mörg tungumál. Leiðarvísir um skráningu á framförum barna í íslensku sem öðru máli: https://reykjavik.is/sites/default/files/einn_leiksk_li_moerg_tungum_l_skr_ning_framfoerum.pdf
- Verkefni af leikskólanum Krílakoti á Dalvík til að efla foreldrasamskipti: https://www.dalvikurbyggd.is/krilakot/verkefni/soguskjodur
- Tengjumst er vefur til að efla foreldra í hlutverkum sínum í menntun grunnskólabarna sinna. Þar má finna fjögur myndbönd, hvert um sig á arabísku, íslensku, pólsku og spænsku, ásamt fræðsluefni. Myndböndin fjalla um mikilvæg málefni og veita leiðsögn um tengsl heimila og grunnskóla í íslensku samfélagi. Nánari upplýsingar á https://tengjumst.hi.is/
- Myndbönd um fjöltyngd börn á nokkrum tungumálum: https://menntavisindastofnun.hi.is/is/rannsokna-og-fraedslustofa-um-throska-laesi-og-lidan-barna-og-ungmenna
- Á þessari síðu má finna áhugavert fræðsluefni frá skólaþjónustu Árborgar: https://www.arborg.is/stjornsysla/svid-og-deildir/fjolskyldusvid/fraedsluthjonusta/fraedsluefni/
- Bildetema er á mörgum tungumálum með myndum, texta og hljóði sem skipt er upp í þemu. Þar er einfaldur orðaforði sem getur verið kveikja að vinnu með tungumál í leikskóla, grunnskóla og í fullorðinsfræðslu https://nybildetema.oslomet.no/is/?fbclid=IwAR0qk3NMyASkVpFmj58e2WjhcqnFuBxcWPyHm-vg6N1a4M4FpZl5ZMlD9oc#/isl
- Icelandic Online fyrir börn er gagnvirkt námsefni í íslensku sem öðru máli fyrir börn á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla. Á kennsluvefnum eru sjö námskeið í mismunandi þyngdarstigum. Kennsluvefurinn er gjaldfrjáls og öllum opinn https://born.icelandiconline.com/
- Orð eru ævintýri er myndabók fyrir börn. Hún býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs sem geta virkjað ímyndunarafl barna og verið uppspretta ævintýra og leikja. https://mms.is/namsefni/ord-eru-aevintyri-rafbok