Íbúakönnun vegna atvinnumálastefnu

Sveitarfélögin Flóahreppur, Hveragerði og Árborg eru að vinna að mótun sameiginlegrar atvinnumálastefnu

Íbúum gefst tækifæri á að taka þátt í að móta áherslur með því að svara eftirfarandi spurningum og munu svörin nýtast í áframhaldandi vinnu. Í könnuninni er spurt um styrkleika, veikleika, tækifæri og áskoranir sveitarfélaganna að mati íbúa.

Óskað er eftir að þátttakendur svari spurningum í einföldu máli og dagi fram þau atriði sem talin eru mikilvægust. Könnuninni verður svo fylgt eftir með íbúafundum þar sem niðurstöðurnar verða kynntar og útfærðar áfram. Könnunin er stutt og verður aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna fram yfir páska.

Ekki verður hægt að rekja svör til þátttakenda.

Hlekkur til að taka þátt: Íbúakönnun vegna atvinnumálastefnu neðri hluta Árnessýslu/ Residence survey on employment policy (surveymonkey.com)