Fjölskyldusvið Árborgar vinnur nú að undirbúningi íslenskunámskeiðs fyrir foreldra barna með fjölmenningarlegan bakgrunn á grunnskólaaldri. Markmið verkefnisins er að bjóða foreldrum grunnskólanema með fjölmenningarlegan bakgrunn í Sveitarfélaginu Árborg á ókeypis íslenskunámskeið þar sem þeir munu kynnast helstu hugtökum og efla orðaforða sem tengist skólastarfi. Námskeiðið mun fara fram í Vallaskóla á Selfossi.
Boðið verður upp á ókeypis málörvun fyrir börn þátttakenda á meðan á námskeiðinu stendur, í formi leikja og samræðna, í samstarfi við Rauða Krossinn.
Námskeiðið hefst á þriðjudaginn, 19. október 2021. Stjórnendur grunnskóla eru búnir að senda bréf til foreldra.
Ef þú hefur misst af því hér er hlekkur á könnunina https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=b19BPsY_P0au8DzRHiAUnKvaIy5OUdlGmssIUXVNM4dUNVlOTDYwUjRMREdZWkJXWjBBR1o1V1c2MC4u
Skráningarform er neðst í könnuninni.