Viðbrögð við áföllum í Árnessýslu

Í Árnessýslu er starfandi samráðshópur um viðbrögð við áföllum, en í honum eru fulltrúar frá félagsþjónustu sveitarfélaganna, lögreglunni, heilsugæslunni, kirkjunni og Rauða krossinum. Eitt af hlutverkum hópsins er að koma á framfæri hvar og hvernig fólk getur leitað eftir aðstoð, t.d. vegna COVID-19 eða jarðhræringa sem eiga sér stað á Reykjanesinu hjá þeim stofnunum sem eiga fulltrúa í hópnum. Nánari upplysingar á: https://www.dfs.is/2021/03/08/vidbrogd-vid-afollum-i-arnessyslu/