Nú er mikið um smit í samfélaginu, og smit hjá börnum eru mjög algeng. Það er mjög mikilvægt að upplýsa skóla/leikskóla/frístund um ef barnið þitt greinist smitað af COVID-19.
Þó svo stjórnendur fái upplýsingar um smit í flestum tilvikum í gegnum rakningateymið þá er staðan þannig að kerfi eru ekki fullkomin og er því mjög mikilvægt að upplýsa um smit ef það kemur upp.
Við hvetjum ykkur til að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um persónubundnar sóttvarnir og ef þið eruð í sóttkví eða einangrun að viðhalda þeim.