Húsnæðismál

Ýmislegt þarf að hafa í huga varðandi húsnæðismál, m.a. skráningu lögheimilis, réttindi og skyldur í sambandi við fasteignakaup og leigu á húsnæði, á borð við vaxtabætur og húsaleigubætur.

Nánari upplýsingar: https://island.is/flokkur/husnaedismal

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) tekur ákvarðanir um rétt til húsnæðisbóta. Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði.

Á vefsíðu HMS er hægt er að sækja um húsnæðisbætur og reikna út upphæðir húsnæðisbóta. Nánari upplýsingar: https://www.hms.is/husnaedisbaetur/husnaedisbaetur/