Verkefnið “Lærum saman” er samstarfsverkefni skólaþjónustu Árborgar, félags eldri borgara, Rauða krossins og grunnskóla Árborgar sem gengur út á að styðja við heimanám og lestur tvítyngdra nemenda í 4., 5., 6. og 7. bekk.
Nú er að hefjast fjórða árið í þessu verkefni sem byrjaði þriðjudag 26. október 2021. Nemendur geta komið á þriðjudögum milli kl. 14:00 – 15:30 í stofu 13 í Vallaskóla.
Ef nemendur eru ekki með heimanám þá væri gott ef þau gætu komið með lestrarbók eða eitthvað lesefni.
Nemendur geta komið og unnið í heimalærdómnum og fengið góða aðstoð en þurfa ekki að vera allan tímann.
Verkefnastjóri er Ingunn Guðjónsdóttir ingunng@vallaskoli.is