Tómstundir og félagastarfsemi

Í Sveitarfélaginu Árborg er að finna fjölbreytt félagastarf fyrir alla aldurshópa. Hvort sem það eru björgunarstörf, söngur, tónlist eða önnur félagastarfsemi þá er um nóg að velja.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Árborgar: https://www.arborg.is/mannlif/menning/felagastarfsemi/#nnurfelagasamtok

Strókur

Strókur virknimiðstöð er athvarf og endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðraskanir/félagslega einangrun. Strókur er opinn öllum íbúum á Suðurlandi á aldrinum 18-70 ára sem vilja halda sér í bata og vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Í Strók leggur hver og einn sitt af mörkum, þátttaka er án kostnaðar og leggjum við áherslu á einstaklingsmiðaðan stuðning.

Nánari upplýsingar: https://strokur.is/

Selurinn

Selurinn er fræðslu- og tómstundaklúbbur fyrir einstaklinga með fötlun, 16 ára og eldri á Suðurlandi. Aðsetur | Félagsmiðstöðin Zelsíuz | Sími: 480 1951