Fjölskyldusvið Sveitarfélagsins Árborgar skilað nýlega inn umsögn um drög að tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2021 – 2024.
Í framkvæmdaáætluninni eru kynntar aðgerðir sem endurspegla meginmarkmið laga um málefni innflytjenda nr. 116/2012 um að stuðla að samfélagi þar sem allir geta verið virkir þátttakendur óháð þjóðerni og uppruna, en áhersla er lögð á fimm stoðir, þ.e. samfélagið, fjölskyldan, menntun, vinnumarkaður og flóttafólk.
Að mati fjölskyldusviðsins er framkvæmdaáætlunin metnaðarfull og umfangsmikil, en mikilvægt er að tryggja að henni fylgi nægjanlegt fjármagn svo unnt sé að framkvæma hana. Auk þess er góð eftirfylgni með framkvæmdaáætluninni nauðsynleg. Fjölskyldusvið Árborgar lýsti yfir vilja til að miðla þekkingu og reynslu sem starfsmenn fjölskyldusviðs búa yfir og sem getur nýst í umbótastarfi í þessum málaflokki á landsvísu.
Nánari upplýsingar á https://www.arborg.is/frettasafn/fjolskyldusvids-sendir-umsogn-v-malefna-innflytjenda