Heilsuvera

Heilsuvera er upplýsingavefur þar sem einstaklingar geta náð í heilbrigðisupplýsingar um sig úr miðlægum gagnagrunni allra heilbrigðisstofnana. 

Með aðgangi að Heilsuveru geta einstaklingar fengið yfirsýn yfir lyfjanotkun sína, sótt rafrænt um endurnýjun lyfseðla, séð stöðu lyfseðla í lyfseðlagátt, séð ofnæmi sem hefur verið skráð í sjúkraskrá, séð framkvæmdar bólusetningar, átt örugg rafræn samskipti við heilbrigðisstarfsmenn og bókað tíma rafrænt á heilsugæslustöð. Auk þess er hægt að fá aðgang að upplýsingum eigin barna að 16. ára aldri. 

Nánari upplýsingar: https://www.heilsuvera.is/